Þjóðarflokkurinn mildast ekki

Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins.
Pia Kjærsgaard, leiðtogi Danska þjóðarflokksins. AP

Pia Kjærsgaard, formaður danska Þjóðarflokksins, segist alls ekki ætla að breyta orðræðu sinni né að draga úr gagnrýni sinni í innflytjendamálum í kjölfar fjöldamorðanna í Noregi.

„Undir engum kringumstæðum ætla ég sem stjórnmálamaður að vera hrædd um það sem ég segi. Ég hef tilfinningar, ég hef skoðanir og ég tjái þær. Það er nokkuð sem fólk verður að gera upp hug sinn um. Kjósendur eiga síðasta orðið,“ segir Kjærsgaard í samtali við danska blaðið Politiken.

„Það verður að koma skýrt fram að eina manneskjan sem ber ábyrgð á þessum hræðilegu fjöldamorðum er fjöldamorðinginn sjálfur frekar en alls kyns fólk sem er farið að fá sektarkennd, byrja sjálfsskoðun og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir hún.

Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, sem er á sömu línu og danski Þjóðarflokkurinn í innflytjendamálum, lét í dag hafa eftir sér að múslímar ógnuðu enn Noregi og að fjöldamorðin mættu ekki skyggja á þá staðreynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert