Letterman hótað lífláti

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn David Letterman, hefur fengið líflátshótanir sem sagðar eru vera frá herskáum samtökum múslíma.

Hótanirnar voru settar fram á vefsíðu, þar sem bandarískir stuðningsmenn samtakanna eru hvattir til að ráða Letterman af dögum vegna gamansögu sem hann sagði um dauða háttsetts al-Qaeda-liða.

Á vefsíðunni eru múslímar búsettir í Bandaríkjunum hvattir til að „skera tunguna út úr þessum ómerkilega gyðingi þannig að hann þagni að eilífu“.

Letterman, sem reyndar er ekki gyðingur, hefur ekki viljað tjá sig um hótanirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert