Óttast stórt gos í Mayon

Mayon - eldfjallið
Mayon - eldfjallið AFP

Þúsundir íbúa í nágrenni virkasta eldfjalls Filippseyja voru fluttir á brott í morgun eftir að hraunelfur fór að renna niður hlíðar fjallsins. Vara yfirvöld við því að stórt gos geti verið í vændum.

Mayon-eldfjallið í Albay-héraði á Filippseyjum  er um um 2.460 metra hátt og hefur gosið um fimmtíu sinnum. Árið 1814 fórust um 1.200 manns þegar hraun flæddi yfir bæinn Cagsawa í nágrenni fjallsins. Jarðskjálftavirkni hefur aukist á svæðinu og er talið að fjallið muni gjósa fljótlega. Því hafa íbúar í átta kílómetra radíus frá fjallinu verið fluttir á brott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert