Bandaríkjamanni sleppt í N-Kóreu

Bandarískir embættismenn segja að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi sleppt Jeffrey Fowle en hann var einn af þremur bandarískum ríkisborgurum sem norðurkóresk stjórnvöld handtóku.

Marie Harf, talskona bandaríska utanríkisráðuneytsins, segir að Fowle sé á heimleið, en hann var leystur úr haldi í kjölfar samningaviðræðna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Harf segir ennfremur, að unnið sé að því að fá hina Bandaríkjamennina leysta úr haldi, þá Matthew Miller og Kenneth Bae. Þeir eru enn í Norður-Kóreu.

Bandaríkjastjórn hefur sakað stjórnvöld í N-Kóreu um að nota mennina sem peð í milliríkjadeilu. 

Fowle, sem er 56 ára, kom til N-Kóreu 29. apríl sl. Hann var handtekinn í júní er hann var á leið úr landi og sakaður um að að hafa framið glæpi gegn ríkinu.

Hann var sagður hafa skilið eftir Biblíu á salerni veitingastaðar í borginni Chingjin, sem er í norðvesturhluta landsins. Fjölskylda hans hélt því fram að hann væri ekki að vinna sem trúboði í landinu, en það er glæpur samkvæmt norðurkóreskum lögum. 

Jeffrey Fowle var handtekinn í júní. Honum hefur nú verið …
Jeffrey Fowle var handtekinn í júní. Honum hefur nú verið sleppt og er hann á leið heim til Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert