Aðdáendur elta Game of Thrones

Tökur á Game of Thrones eru hafðar í spænska bænum …
Tökur á Game of Thrones eru hafðar í spænska bænum Osuna. AFP

Aðdáendur sjónvarpsþáttaraðarinnar Game of Thrones flykkjast að spænska bænum Osuna, þar sem tökur á fimmtu þáttaröðinni fara nú fram.

Vonast bæjaryfirvöld til þess að tökurnar eigi eftir að verða til aukningar á ferðamannaiðnaðinum á svæðinu en nú þegar hefur aukningin numið 15% í ágústmánuði og 30% í september, ef miðað er við síðasta ár.

Íbúar Osuna eru um 18.000 og einkennist bærinn meðal annars af arkitektúr 16. aldarinnar og einstaklinga háum kirkjum.

Upplýsingamiðstöðin í miðbænum hefur lengt opnunartíma sinn eftir að tökurnar hófust 16. október vegna aukins straums ferðamanna um svæðið en öll hótel eru uppbókuð á meðan á tökunum stendur, en þeim lýkur í enda mánaðarins.

Vilja fá myndir af sér með leikurunum

Til þess að vekja athygli aðdáenda þáttanna hafa yfirvöld Osuna tekið upp á því að bjóða upp á sérstakar Game of Thrones ferðir um svæðið og skreytt bæinn í sérstöku þema tileinkað þáttunum. Kemur til greina að koma á sérstöku safni í bænum tileinkuðu þáttunum. Vonast bæjaryfirvöld því til þess að nýta tökurnar og vinsældir þáttanna til fulls.

Einn hóteleigandi sagði ástandið vera bilað. „Þetta er klikkað. Allir eru mjög spenntir yfir þessu og vilja fá myndir af sér með leikurunum, og af stöðunum þar sem unnið er við tökur.“

Aukaleikarar í fimmtu þáttaröð Game of Thrones.
Aukaleikarar í fimmtu þáttaröð Game of Thrones. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert