Útlendingar flýja Jemen

Ferðamenn bíða afgreiðslu á flugvellinum í Sanaa í dag.
Ferðamenn bíða afgreiðslu á flugvellinum í Sanaa í dag. AFP

Að minnsta kosti 61 hefur látið lífið síðustu þrjá daganna í átökum á milli uppreisnarmanna úr röðum sjíta múslíma og hermanna stjórnarhersins í borginni Aden í Jemen. 

Að sögn Al-Kheder Lassouar, yfirmanns heilbrigðiseftirlits Aden eru jafnframt 203 særðir.

Samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar hefur aukin spenna verið í Aden síðustu daga, en stuðningsmenn Huthi fylkingarinnar hafa lent í átökum við andstæðinga sína sem berjast fyrir stjórnarherinn. Þar að auki hafa Sádi Arabar gert loftárásir á svæðið síðustu sólarhringa. 

Herskip frá Sádi Arabíu sóttu tugi erlendra diplómata til Aden aðeins nokkrum klukkustundum áður en loftárásirnar hófust á fimmtudaginn. Ríkissjónvarp Sádi Arabíu, SPA, greindi frá því í dag að 86 einstaklingar hafi verið sóttir til Aden síðan á miðvikudaginn. 

Að minnsta kosti 200 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og aðrir útlendingar hafa yfirgefið höfuðborg Jemen, Sanaa í dag. Hafa loftárásir Sádi Araba haldið þar áfram í dag. Eru bækistöðvar Huthi fylkingarinnar, nálægt flugvellinum í Sanaa, helstu skotmörk loftárásanna. 

Fjölmargir útlendingar hafa yfirgefið eða reynt að yfirgefa Jemen í …
Fjölmargir útlendingar hafa yfirgefið eða reynt að yfirgefa Jemen í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert