Vita ekki hver var í sjónum

Umfangsmikil leit var gerð að kafbáti í sænska skerjagarðinum í …
Umfangsmikil leit var gerð að kafbáti í sænska skerjagarðinum í október. AFP

Ómögulegt er að segja til um hvort hvort umferð neðansjávar við Finnland í apríl síðastliðnum hafi verið á vegum erlends ríkis. Talið er hugsanlegt að um kafbát hafi verið að ræða en það hefur ekki fengið staðfest. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar finnsku lögreglunnar.

Finnski herinn skaut tveimur viðvörunarskotum við ströndina við Helsinki, höfuðborg landsins, snemma morguns þann 28. apríl sl. eftir að hafa orðið var við hljóð neðansjávar. Landhelgisgæslunni tókst þó ekki að sýna fram að um kafbát hafi verið að ræða.

Fyrr á þessu ári greindi sænski herinn frá því að mögulegur kafbátur sem sjónarvottar töldu sig sjá í skerjagarðinum í Stokkhólmi í haust hafi verið venjulegur bátur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert