Hýsti fleiri hundruð tonn af natríumblásýrusalti

Natríumblásýrusalt er meðal annars notað við vinnslu málmblendis og málmgrýtis …
Natríumblásýrusalt er meðal annars notað við vinnslu málmblendis og málmgrýtis og við rafhúðun. AFP

Hópur íbúa kínversku borgarinnar Tianjin kom sama í dag og krafðist þess að fá greiddar bætur frá stjórnvöldum vegna sprenginga sem lögðu heimili þeirra í rúst í síðustu viku.

Fólkið kom saman fyrir utan Mayfair hótelið þar sem borgaryfirvöld hafa haldið blaðamannafundi vegna sprenginganna á hafnarsvæði borgarinnar þann 12. ágúst sl.

Að sögn mótmælenda var vöruhúsið, sem natríumblásýrusaltið var geymt, byggt ólöglega og allt of nálægt heimilum þeirra, að því er segir í frétt BBC.

Samkvæmt borgaryfirvöldum létust 114 í sprengingunum en enn er 70 saknað. Flestir þeirra sem er saknað eru slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunarstarfinu. Tæplega 700 eru enn á sjúkrahúsi en um sex þúsund manns eru á vergangi þar sem um 17 þúsund íbúðir skemmdust í sprengingunum og eftirskjálftum þeirra.

Samkvæmt BBC er unnið að rannsókn á því hvað olli sprengingunum en talið er nánast fullvíst að þær megi rekja til natríumblásýrusaltsins sem geymt var í vöruhúsinu. Nokkur hundruð tonn af eiturefninu voru geymd í vöruhúsinu og er það margfalt meira magn en heimilt er. Vöruhúsið er í innan við 500 metra fjarlægð frá fjölbýlishúsum. 

Natríumblásýrusalt er meðal annars notað við vinnslu málmblendis og málmgrýtis og við rafhúðun.

114 létust og 70 er enn saknað
114 létust og 70 er enn saknað AFP
AFP
Vöruhúsið var innan við 500 metra fjarlægð frá íbúðarhverfi.
Vöruhúsið var innan við 500 metra fjarlægð frá íbúðarhverfi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert