Fjársjóðslestin fundin?

Fjársjóðslest nasista?
Fjársjóðslest nasista?

The Telegraph hefur í kvöld fylgst náið með „einhverju stóru“ sem er í gangi í borginni Walbrzych í Póllandi, þar sem grunur er um að hin svokallaða fjársjóðslest nasista sé grafin.

„Nasistarnir rændu og ruppluðu miklum verðmætum, listaverkum og gulli, frá öðrum þjóðum í Evrópu. Einhver verðmæti hafa komist í leitirnar eftir stríðið en alls ekki öll. Það er því möguleiki á því að fjársjóðslestin sé til í raun og veru,“ segir Claus Bundgard Christensen, lektor í sagnfræði og sérfræðingur í síðari heimsstyrjöldinni við háskólann í Roskilde.

„Það er þó líka við hæfi að benda á að slíkar fréttir skjóta upp kollinum reglulega. Oftast reynist það ekki rétt,“ bætir Bundgård Christensen við.

Frétt mbl.is: Ekki útilokað að fjársjóðslestin sé til

Finnist lestin í borginni verður hún talin ríkiseign, en mennirnir sem segjast vita hvar hún er hafa enn ekki sýnt fram á hvar hún er niðurkomin. Þeir sögðust ekki mundu segja hvar hún er nema ef þeim væru tryggð fundarlaun sem nema 10% af verðmæti hennar. 

<blockquote class="twitter-tweet">

In case you missed it: the hidden Nazi gold train story is real. The military is cordoning off the area as we tweet.

— Jakub Krupa (@JakubKrupaFE) <a href="https://twitter.com/JakubKrupaFE/status/636630239242776576">August 26, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

The Telegraph ræddi við kaffihúsaeiganda í borginni, sem segir að fjöldi fólks hafi gegnum tíðina reynt að finna lestina. Þetta skiptið sér staðan hins vegar öðruvísi, því mennirnir tveir sem segjast vita hvar hún er hafa sett sig í samband við yfirvöld til að tryggja sér fundarlaunin.

Sagan segir að lestin sé 150 metra löng, með fallbyssupöllum og full af góðmálmum - með öðrum orðum, ekkert sérstaklega auðvelt að fela hana.

Í bréfi frá lögfræðingi mannanna sem segjast vita hvar lestin er segir að um sé að ræða lest sem hafi tilheyrt hernum og að farmur hennar sé því miklu frekar gömul stríðstól heldur en gull og demantar. Á þessari stundu er því hvorki vitað hvar lestin er niður komin eða hvort um fjársjóðslestina svokölluðu sé að ræða, eða einfaldlega lest sem hafi tilheyrt her Þýskalands nasismans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert