Sveðjuárásarmaðurinn var á sakaskrá

Maður sem var skotinn til bana eftir að hafa ráðist á tvær lögreglukonur í belgísku borginni Charleroi  með sveðju í gær var frá Alsír og á sakaskrá, að sögn saksóknara. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. Vígasamtökin Ríki íslams segja í tilkynningu að árásin hafi verið gerð í þeirra nafni.

Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, sagði fréttamönnum í dag að ríkissaksóknari hefði greint honum frá þessu í morgun.

Árásarmaðurinn var 33 ára og hafði búið í Belgíu frá árinu 2012. Hann er nefndur KB af saksóknara í tilkynningu.

Önnur lögreglukonan fékk djúpa skurði í andlitið eftir sveðjuna en hin var með minni áverka. Árásarmaðurinn kallaði Allahu akbar (Guð er mestur) á arabísku er hann réðst á lögregluna fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í Charleroi. Fram kom í fjölmiðlum í gær og í morgun að hann hefði tekið sveðjuna upp úr íþróttatösku sem hann var með og beitt henni af alefli gagnvart lögreglunni.

AFP
Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, á blaðamannafundi í dag.
Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, á blaðamannafundi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert