Deildi skopmynd og var myrtur

Hattar var skotinn þremur skotum fyrir utan dómshúsið.
Hattar var skotinn þremur skotum fyrir utan dómshúsið. AFP

Jórdanskur rithöfundur, sem var ákærður fyrir að misbjóða íslam eftir að hann deildi skopmynd á Facebook-síðu sinni, hefur verið myrtur.

Nahid Hattar, sem er kristinn, var skotinn þremur skotum fyrir utan dómstólinn í höfuðborginni Amman, þar sem réttarhöldin yir honum fóru fram.

Morðingi Hattar hefur verið handtekinn og málið er í rannsókn.

Rithöfundurinn var handtekinn í ágúst fyrir að hafa móðgað guð. Honum var haldið í 15 daga.

Skopmyndin sem hann deildi sýnir skeggjaðan mann liggja reykjandi í rúminu ásamt tveimur konum og biðja guð um drykk.

Á samfélagsmiðlum var Hattar gagnrýndur fyrir að vera á móti íslam. Hann sagðist hins vegar ekki hafa ætlað að særa nokkurn, hann hefði aðeins viljað draga fram þá ímynd sem öfgamenn hefðu af himnaríki.

Yfirvöld voru hins vegar á því að deiling skopmyndarinnar á Facebook væri glæpur.

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert