Kennara og nemendum hótað ofbeldi

Wikipedia

Lögreglumenn hafa vaktað framhaldsskóla í Nordland-fylki í Noregi eftir að kennari og nemendur við skólann fengu morðhótanir á netinu og hótanir um að verða nauðgað. Áreitið á netinu hófst fyrir jól á síðasta ári og beindist fyrst að kennara við skólann.

Fram kemur á fréttavefum Thelocal.no að áreitið hafi hætt um tíma en síðan byrjað aftur. Þá hafi það beinst gegn fimm nemendum líka. Haft er eftir Merethe Schjem, yfirmanni skólamála í fylkinu, að svo virðist sem hótanirnar hafi orðið grófari og beinskeyttari. „Sumir hafa fengið morðhótanir og stúlkur hafa fengið hótanir um nauðgun.“

Schjem segir að enginn nemendanna hafi óskað eftir því að skipta um skóla en hótanirnar hefðu verið þeim þungbærar sem yki á stressið nú þegar prófatíminn væri að hefjast. „Við vonum að lögreglan komist til botns í þessu.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert