Veitir bandarísku birgðaskipi vernd

Japanska þyrlumóðurskipið Izumo.
Japanska þyrlumóðurskipið Izumo. AFP

Þyrlumóðurskipið Izumo, stærsta herskip japanska flotans, mun veita bandarísku flutningaskipi vernd þar sem skipið þarf að sigla um hafsvæði í nágrenni Norður-Kóreu en vaxandi spenna hefur verið á svæðinu vegna eldflaugatilrauna ráðamanna í landinu. 

Fram kemur í frétt AFP að þetta verði í fyrsta sinn sem japanskt herskip veitir bandarísku skipi hervernd án þess að það tengist æfingum. Strangar hömlur eru á umsvifum japanska hersins og hafa verið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar en hins vegar var dregið aðeins úr þeim árið 2015 samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins.

Flutningaskipinu er ætlað að koma birgðum til bandaríska flotans í Kyrrahafinu. Líklega flugmóðurskipsins Carl Vinson og herskipa sem fylgja því. Norður-Kóreumenn hafa hótað því að sökkva flugmóðurskipinu. Japönsk stjórnvöld hafa ekki viljað sjá sig um málið.

Bandarísk herskip æfðu með japönskum herskipum fyrr í þessari viku.

Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson.
Bandaríska flugmóðurskipið Carl Vinson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert