Óvenjumikil snjókoma í Chile

Íbúi í borginni Santiago þreifar á snjónum.
Íbúi í borginni Santiago þreifar á snjónum. AFP

Snjóþungi gerir íbúum í borginni Santiago í Chile lífið leitt þessa stundina. Samgöngur hafa farið úr skorðum og um 250 þúsund íbúar eru án rafmagns. Þetta er mesti snjór sem hefur fallið í boginni frá árinu 2007 og er óvenjulegt kuldakast miðað við árstíma, að sögn veðurfræðinga. BBC greinir frá.  

Tilkynnt hefur verið um eitt dauðsfall og nokkrir eru alvarlega slasaðir. Þeir urðu undir rafmagnslínum sem slitnuðu þegar tré brotnuðu undan snjóþunga. 

Samkvæmt veðurspá er búist við meiri snjókomu á næstu dögum.  

Þetta er ekki alslæmt því yngsta kynslóðin kann greinilega gott að meta því börnin hafa þyrpst út og leikið sér í snjónum, farið í snjókast og búið til snjókall. 

Það er ekki annað að sjá en þessum líki vel …
Það er ekki annað að sjá en þessum líki vel að búa til snjókall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert