Þrír mánuðir gætu liðið

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP

Það gætu liðið þrír mánuðir þangað til Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fjórir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn hans, muni snúa aftur til Spánar vegna evrópskar handtökuskipunar.

Þetta sögðu belgísk yfirvöld í dag, sem hafa staðfest að hafa fengið handtökuskipun frá Spáni.

Spænskir saksóknarar vilja ákæra Puigdemont vegna baráttu hans fyrir aðskilnaði Katalóníu frá Spáni og gáfu þau í gær út evrópska handtökuskipun á hendur honum. Puidgemont er staddur í Brussel í Belgíu og hefur því ekki mætt í yfirheyrslur á Spáni.

Saksóknararnir segja að um leið og Puigdemont og samstarfsmenn hans muni mæta fyrir dómstóla verði ákvörðun í máli þeirra tekin á innan við sólahring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert