Konur betur til þess fallnar að stjórna

Barack Obama vill fleiri konur í valdastöður.
Barack Obama vill fleiri konur í valdastöður. AFP

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kallar eftir fleiri konum í valdastöður. Ástæðu þess segir hann að „karlmenn virðist glíma við ýmis vandamál þessa dagana.“

„Ég vil ekki alhæfa en konur virðast betur til þess fallnar, að hluta til vegna félagshæfni þeirra,“ lét Obama hafa eftir sér á lokuðum viðburði í París.

Hann nefndi engin nöfn þeirra karlmannsleiðtoga er ættu í vandræðum þessa dagana, en talaði um mikilvægi þess að fá fleiri konur í valdastöður. Tilefni þessara orða Obama er að hann var að svara spurningu þar sem spurt var um leiðtogahæfni framtíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert