Taka undir með forstjóra Landspítala

Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut.
Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir með forstjóra Landspítala að nóg sé komið af niðurskurði til sjúkrahússins. Þetta kemur fram í ályktun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

„Landspítali er sjúkrahús allra landsmanna og gegnir auk þess veigamiklu hlutverki sem háskólasjúkrahús. Mikill niðurskurður hefur verið á Landspítala síðan kreppan skall á og hafa hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn spítalans unnið frábært starf við að breyta þjónustu og hagræða, en á sama tíma hugað að öryggi sjúklinga. Nú er svo komið að ekki er hægt að skera meira niður án þess að skerða verulega þjónustuna. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur stjórnvöld til að horfa til framtíðar og tryggja áframhaldandi heilbrigðisþjónustu sem er sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndum okkar.

Lengra verður ekki gengið í niðurskurði innan heilbrigðiskerfisins nema þjóðhagslegum ávinningi af þjónustunni sé ógnað. Kallað er eftir heildstæðri stefnu í uppbyggingu og þróun heilbrigðismála á Íslandi og býður Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fram krafta sína við slíka stefnumótun."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert