Höfðu vitað af starfseminni í nokkurn tíma

PÓKER
PÓKER AFP

„Við höfum vitað af þessu í einhvern tíma en það er ekki farið fyrirvaralaust í slíka aðgerð. Hana þarf að undirbúa vel,“ segir Friðrik Björgvinsson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni í Reykjavík um fjárhættuspilastarfsemi þá er upprætt var húsi í Skeifunni í fyrrakvöld.

Nokkrir pókerklúbbar eru starfræktir í landinu. Ekki er ólöglegt að stunda póker en ólöglegt er að hafa lífsviðurværi af honum og auk þess sem þriðji aðili má ekki hagnast af spilamennskunni. Þetta kemur fram í 183 og 184 gr. almennra hegningarlaga.

Friðrik þekkir ekki til þess að nokkur maður hafi verið dæmdur fyrir að hafa lífsviðurværi sitt af pókerspilun.

Hann segir lögregluna ekki hafa mikinn tíma til að sinna slíku eftirliti. Ekki nema tilefni gefi ástæðu til. „Þetta er ekki leyfisskyld starfsemi og því þarf að hafa mannskap og grun áður en við rannsökum einhver einstaka tilfelli, eða staði,“ segir Friðrik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert