96 vitni í pókerklúbbsmálinu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Þorkell Þorkelsson

Verjendur í pókerklúbbsmálinu svokallaða lögðu fram greinargerðir og uppfærðan vitnalista með 96 nöfnum. Aðalmeðferð málsins verður dagana 23. til 25 september, 28. september og 1. og 2. október, en búast má við að langan tíma taki að leiða fyrir dóminn öll þau vitni sem verjendur vilja kalla til.

Pókerklúbbsmálið, þar sem tveir karlmenn og kona eru ákærð fyrir að reka pókerklúbb í Skeifunni, hélt áfram í dag þegar það var tekið fyrir í héraðsdómi í morgun. Fólkið er ákært fyrir brot á mörgum greinum almennra hegningarlaga.

Viðgæsluvarðahaldsúrskurð taldi ákæruvaldið að rökstuddur grunur væri um að ábyrgðaraðilar staðarins hefðu aflað sér ávinnings með ólögmætum hætti og tækju sér fé út úr rekstrinum. Jafnframt taldi lögregla rökstudda ástæðu til að ætla að á staðnum og í starfseminni hefði farið fram sala áfengis og annarra veitinga.

Pókerklúbbsmáli slegið á frest

Ákært vegna pókerklúbbs í Skeifunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert