Spilavítisfólkið laust úr haldi

Spilavíti
Spilavíti Reuters

Fjórmenningarnir sem handteknir voru og úrskurðaðir í gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á ólöglegu spilavíti í Skeifunni eru lausir úr haldi lögreglu.

Fólkið var í síðustu viku úrskurðað í rúmlega viku gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna í málinu. Gæsluvarðhaldið rann út nú klukkan 16 og segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, að ekki hafi verið tilefni til að gera kröfu um framlengingu.

Málið telst nokkuð vel upplýst að sögn Jóns, en rannsókninni er þó ekki lokið og hefur ekki verið gefin út ákæra.

Alls voru 8 handteknir að kvöldi 12. desember þegar lögregla réðst til inngöngu í spilavíti sem var til húsa í Skeifunni. Fjórum var sleppt daginn eftir að loknum yfirheyrslum en þrír karlar og ein kona sem talin voru koma að rekstrinum voru úrskurðuð í gæsluvarðhald. 

Auk ólöglegs fjárhættuspils eru grunsemdir uppi um að starfsemin tengist peningaþvætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert