Erfiðustu og hættulegustu störfin hverfa

Sjálfvirkt lestarkerfi fyrir 625 kör, sem taka um 200 tonn …
Sjálfvirkt lestarkerfi fyrir 625 kör, sem taka um 200 tonn af afla í lest.

„Með smíði þessara nýju skipa viljum við sjá framþróun og þarna verður sannarlega um framþróun að ræða,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, um samning sem fyrirtækið hefur gert við Skagann og 3X.

Í nýjum togurum HB Granda verða sjálfvirk flutningakerfi kara af vinnsludekki og mannlaust lestarkerfi. Vilhjálmur segir að þar með falli út hættulegustu og erfiðustu störfin um borð, þ.e.a.s. vinna í lest, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Skaginn og 3X hafa einnig unnið að íslausu kælikerfi um borð í togurum og unnið er að fleiri lausnum á sjó og landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert