Neyðarástand á svínabúum

Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir velferð dýranna stefnt í hættu vegna …
Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir velferð dýranna stefnt í hættu vegna þrengsla sem hafa skapast á svínabúunum undanfarnar vikur í verkfalli dýralækna í BHM. mbl.is/Bjarni J. Eiríksson

Neyðarástand ríkir víða á svínabúum og velferð dýranna er stefnt í hættu að sögn Harðar Harðarsonar, formanns Svínaræktarfélags Íslands. Þrengslin eru mikil og svínabændur fá engar tekjur meðan ekki er slátrað vegna verkfalls dýralækna í BHM.

Í úttekt á ástandi einstakra svínabúa, sem unnin var í síðustu viku fyrir Matvælastofnun, kemur fram að þéttleiki og þrengsli í svínabúum séu víða orðin meiri en lög gera ráð fyrir og að ástandið fari versnandi, að því er fram kemur í umfjöllun um verkföllin og kjaraviðræðurnar í Morgunblaðinu í dag.

Þannig töldu eftirlitsaðilar við mat á heilbrigði og velferð svína á búi að Melum í Hvalfjarðarsveit, sem rekið er af Stjörnugrís, að þrengsl væru orðin of mikil. Þar eru núna um 2.900 gripir sem eru yfir 175 daga gamlir og yfir 110 kg að meðaltali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert