Lagði áherslu á þátttöku karla

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ljósmynd/OECD

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði aðkomu karla að jafnréttisbaráttunni að umtalsefni við pallborðsumræður um stöðu kvenna á almennum og opinberum vinnumarkaði, sem Efnahags- og framfarastofnunin, stóð fyrir í París í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu en umræðurnar eru þáttur í ráðherrafundi stofnunarinnar, sem stendur fram á fimmtudag.

„Í umræðunum lagði Gunnar Bragi áherslu á að karlar tækju þátt í umræðunni um kynjajafnrétti og nefndi sem dæmi  rakarastofuráðstefnuna sem Ísland og Súrínam stóðu fyrir hjá Sameinuðu þjóðunum í janúar sl. Hann sagði samfélög þurfa á vinnuframlagi kvenna og karla að halda og þess þyrfti að sjá merki m.a. í stuðningi við fjölskyldur.  Þar væri feðraorlof stór áhrifaþáttur og miklu skipti að karlar í ábyrgðarstöðum tækju slíkt orlof til að setja gott fordæmi. Þá sagði hann að ríki heims og stofnanir gætu og ættu að gera sitt og nefndi sem dæmi að hann vildi sjá mun fleiri konur í áhrifastöðum hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert