„Hér upplifi ég öryggi“

John Grant á Faktorý.
John Grant á Faktorý. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti Íslendingurinn sem John Grant komst í kynni við á Íslandi hét Denni. Hann bar kennsl á tónlistarmanninn í verslun og bauð honum í þriggja tíma rúnt út fyrir borgarmörkin, þar sem Grant upplifði „annarsheims“ landslag; „kalda og trjálausa“ Hawaii.

Svona lýsir Grant upplifun sinni af landi og þjóð þegar hann kom hingað til að spila á Iceland Airways fyrir fjórum árum í viðtali við Guardian. Hann segir að á Íslandi hafi hann loks fundið til öryggis, eftir áralanga rússíbanareið áfengis- og kókaínneyslu og áhættusamrar kynhegðunar.

Í viðtalinu segist hann rekja erfiðleika sína til fordóma gegn samkynhneigðum í Michigan og síðar Colorado.

„Hvenær sem ég hló eða brosti í skólanum þá var alltaf einhver sem starði á mig fullur haturs og viðbjóðs þegar ég sneri mér við. Ég þurfti að hafa stjórn á öllu; stjórn á röddinni minni, stjórn á svipbrigðum mínum, stjórn á hárinu mínu og fötunum, og hvar ég gekk og hvar ég sat, á öllum tíma. Ég held að það hafi valdið mér miklum kvíða,“ segir hann.

Grant flutti til Þýskaland, þar sem kvíðinn tók völdin, aftur til Colorado og á endanum til Svíþjóðar. Þar komst hann að því að hann hafði smitast af HIV.

Í viðtalinu uppjóstrar Grant að hann sé í sambúð með íslenskum manni, en vill ekki nafngreina hann. Hann er þó tilbúinn til að deila því með blaðamanni að hann sé mikið augnayndi, en enn falllegri að innan.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-0QsMQZf1q4" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Hann segir nýjustu plötu sína, Grey Tickle, Black Pressure, jákvæða. Á henni sé að finna myrkur, en hún sé sú „bjartasta“ sem hann hafi sent frá sér.

Blaðamaður Guardian, sem varði degi í Reykjavík með tónlistarmanninum, segir Ísland vera að bjarga honum. Það les hann m.a. úr þessum orðum Grant: „Ég var í berjast-eða-flýja viðbrögðum allt mitt líf, þjáðist af adrenalín-þreytu, áfallastreituröskun - það var aldrei neitt öryggi.“ Og: „Hér upplifi ég öryggi. Varfærnisleg bjartsýni vex úr þeirri öryggistilfinningu.“

Viðtal Guardian við John Grant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert