BHM stefnir ríkinu fyrir Félagsdómi

mbl.is/Kristinn

BHM hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir Félagsdómi vegna vangoldinna launa ljósmæðra síðan í verkfalli félagsins. Stefnt er að því að taka málið fyrir þann 9. september.

Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að 60% hafi verið dregin af grunnlaunum ljósmæðra þrátt fyrir að sumar ljósmæður hafi unnið fulla vinnu á meðan verkfallið stóð yfir. Fyrir slíkt eigi að borga.

„Landspítalinn er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að leiðrétta launin. Af einhverjum sökum er þetta reiknað þannig að ljósmæður eru sagðar vinna frá 8-16 fimm daga vikunnar en við vinnum allan sólarhringinn sjö daga vikunnar,“ segir húní Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert