Auðveldara að ljúga um veikindin

„Getum við ekki búið til heilsujafnrétti á milli andlegrar heilsu og líkamlegrar heilsu,“ þetta segir Silja Björk Björnsdóttir að hafi verið spurningin sem hún og tvær aðrar ungar konur lögðu upp með áður en þær hrintu af stað átakinu #égerekkitabú sem hefur vakið mikla athygli síðustu sólarhringa.

Hún ásamt Töru Ösp Tjörvadóttur og Bryndísi S. Gunnlaugsdóttir stofnuðu á dögunum hópinn Geðsjúk á Facebook þar sem þær safna saman reynslusögum fólks af geðsjúkdómum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig bæði á Facebook og Twitter undir merkinu #egerekkitabu, og Silja Björk er ánægð með viðtökurnar.

mbl.is hitti hana í gær og ræddi m.a. við hana um reynslu hennar af þunglyndi sem hún segist hafa forðast að færa í tal þar sem fæstir kunni að tala um geðsjúkdóma. Mun einfaldara sé að segja að um líkamlega veikinda sé að ræða, þá verði samtalið ekki vandræðalegt eða erfitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert