Tryggingagjald takmarkar getu

Þorsteinn Víglundsson segir tryggingagjaldið auka kostnað af starfsfólki og takmarka …
Þorsteinn Víglundsson segir tryggingagjaldið auka kostnað af starfsfólki og takmarka getu fyrirtækjanna til launagreiðslna. mbl.is/Ómar

Fyrirtæki með tíu starfsmenn þarf í raun að borga kaup ellefu. Kaup þess ellefta er tryggingagjaldið, að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA).

„Þetta er mjög blóðugt, sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki sem þola slíkan kostnað mjög illa,“ sagði Þorsteinn í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að greining Viðskiptaráðs á launatengdum kostnaði samanborið við grunnlaun og útborguð laun sýni vel hvernig kakan skiptist. Mikilvægt sé að lækka launatengda skatta á borð við tryggingagjaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert