Hafa skyldur við aldraða

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heilbrigðisráðherra telur að ekki þurfi að koma til þess að ríkið yfirtaki rekstur hjúkrunarheimila af sveitarfélögum.

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum munu óska eftir upplýsingum frá ríkinu um það hvenær og hvernig það geti tekið yfir rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Bætast Vestmannaeyjar í hóp sveitarfélaga sem vilja losna undan þessum rekstri.

Safnast hefur upp 300-400 milljóna króna viðskiptaskuld Hraunbúða við Vestmannaeyjabæ vegna hallareksturs síðustu ár. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að þannig sé ekki hægt að halda áfram. Það sé lagaleg skylda ríkisins en ekki sveitarfélagsins að annast heilbrigðisþjónustu. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann bæinn tilbúinn að vinna með ríkinu að yfirfærslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert