Húsbílar gætu fokið

Húsbíll.
Húsbíll. Wikipedia

Búist er við að meðalvindur á vestanverðu landinu geti staðbundið náð 18 metrum á sekúndu og vindhviður allt að 35 m/s. Bendir Veðurstofan þeim sem hyggja á ferðalag á húsbílum eða með háa aftanívagna að taka þetta með í reikninginn.

Veðurspáin næsta sólarhringinn gerir annars ráð fyrir suðlægri átt, 3 – 8 m/s. Skýjað verður og súld eða dálítil rigning öðru hvoru vestan til, en bjartviðri að mestu austanlands. Bætir í vind í nótt, sunnan og suðaustan 8 – 15 á morgun, en staðbundið allt að 18 m/s um landið vestanvert.

Hvassast verður við fjöll og á norðanverðu Snæfellsnesi. Fer að rigna vestanlands annað kvöld, en áfram verður bjartviðri fyrir austan. Hiti á bilinu 5 til 14 stig, en að 18 stigum norðaustan- og austanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert