Hótar því að öll mál verði stöðvuð

Ásta Guðrún Helgadóttir.
Ásta Guðrún Helgadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við skulum hafa eitt á hreinu – það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman.“ Þetta segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í kjölfar þeirra ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að þingkosningar í haust séu háðar því hvort ríkisstjórninni takist að klára þau mál sem stefnt hafi verið að því að afgreiða á kjörtímabilinu.

„Það er alveg kýrskýrt af hverju það þarf að boða til kosninga og það er vegna þess að fólk er komið með nóg af mikilmennskubrjálæði, lögleysi og siðleysi stjórnmálamanna. Þetta er kúltúr sem við erum að reyna að uppræta. Það er ekki lengur hægt að komast upp með allt og halda áfram eins og ekkert sé. Stundum þarf að taka afleiðingum gjörða sinna,“ segir Ásta Guðrún enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert