Bændur reikna með metuppskeru

Ólafur Eggertsson inni á fallegum hveitiakri á Þorvaldseyri.
Ólafur Eggertsson inni á fallegum hveitiakri á Þorvaldseyri. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta er ofsalega flott, ég hef aldrei séð annað eins. Akrarnir eru svo þéttir. Það stefnir í algera metframleiðslu á hvern hektara, ef uppskera næst í haust.“

Þetta segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og formaður Landssambands kornbænda. Vel lítur út með kornuppskeru um meginhluta landsins, ef ekkert óvænt gerist. Bændur eru farnir að reikna með metuppskeru, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Það er ekki aðeins bygg og aðrar korntegundir sem spretta vel. Repjan vex betur en flest ár. Grasspretta hefur verið með eindæmum góð. „Það er mikil spretta í öllum gróðri, grasi og trjágróðri, upp um allar heiðar,“ segir Ólafur. Hann segir að bændur á Þorvaldseyri séu að ljúka öðrum slætti og geti þurft að fara í þriðja slátt þótt þeir hafi ekkert við uppskeruna að gera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert