Kalda stríðið endurómar við Höfða

Búið er að setja upp hvelfingu við Höfða sem minnir á ratsjárstöðvar sem algengar voru hér á landi þegar Kalda stríðið var í algleymingi í tilefni af því að í haust eru 30 ár frá því að leiðtogafundur þeirra Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs fór fram í húsinu sögufræga.

Gjörningurinn er hluti af samstarfsverkefni á vegum ASAD (Arctic Sustainable, Art and Desing) þar sem Listaháskóli Íslands, University of the Highlands and Islands frá Skotlandi og University of Lapland í Finnlandi vinna saman. 

Þar er skoðuð grenndarvitund og sjálfbærar áherslur samfélaga á Norðurslóðum. Þema vinnunnar felur í sér að skoða ratsjárstöðvar á Íslandi, áhrif þeirra á nærsamfélagið og hugmyndir almennings um kalda stríðið. Unnið var með heimafólki á Þórshöfn, Bolungarvík, Höfn og Keflavík þar sem áhugasamir hafa myndgert eigin upplifanir á hvelfinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert