Fylgi Pírata og VG dregst saman

Fylgi Pírata og Vinstri grænna hefur dregist saman.
Fylgi Pírata og Vinstri grænna hefur dregist saman. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fylgi Pírata og Vinstri grænna dregst saman um tæp þrjú prósentustig, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Viðreisnar eykst um nærri tvö prósentustig. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins með 25,5% fylgi.

RÚV greindi frá þessu, en könnunin var gerð 31. ágúst til 14. september.

Helsta breytingin frá síðasta Þjóðarpúlsi er að fylgi Pírata og VG minnkar. Píratar mælast með 23,1% en voru með 26% í síðustu könnun.

Fylgi VG mælist með 13,5% en í síðustu könnun var það 16%. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,5% sem er örlítið minna en í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar eykst og er nú 12,2% sem er tæpum tveimur prósentustigum meira en síðast.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist með 9,4%, Samfylkingin er með 8,8% og Björt framtíð með 2,9%. Aðrir flokkar og framboð fá samtals 4,6% fylgi. Það er aukning um tæp fjögur prósentustig.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert