Ekkert lát virðist vera á vexti netverslunar

Aukin netverslun lýsir sér meðal annars í auknum umsvifum hjá …
Aukin netverslun lýsir sér meðal annars í auknum umsvifum hjá póstinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert lát virðist vera á vexti netverslunar. Viðskipti Íslendinga við erlendar netverslanir fara vaxandi, hvort sem litið er til verðmætis varanna eða fjölda sendinga.

Samtímis eru viðskipti við innlendar netverslanir að aukast. Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) áætlaði að velta íslenskrar netverslunar hefði verið að lágmarki um fimm milljarðar króna í fyrra, án virðisaukaskatts.

Það voru um 1,25% af heildarveltu íslenskrar smásöluverslunar það ár. Áætlað var að velta íslenskra netverslana hefði aukist um 27% á árinu 2015 miðað við árið á undan, samkvæmt Árbók verslunarinnar 2016. Þá var áætlað að hlutfall netverslunar annars staðar á Norðurlöndum hefði verið um 6% sem var mun hærra hlutfall en hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert