Viðbrögðin koma ekki á óvart

Haraldur Benediktsson við bústörf.
Haraldur Benediktsson við bústörf. mbl.is/RAX

„Þau koma ekki á óvart, viðbrögð ferðaþjónustunnar. Þau eru eins og vænta mátti,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Í gær höfðu borist 102 umsagnir til Alþingis um áætlunina, flestar neikvæðar. Þær koma aðallega frá fyrirtækjum og samtökum í ferðaþjónustu og stofnunum ríkisins.

Fjárlaganefnd hefur verið að vinna að málinu. Fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga og einstakra sveitarfélaga komu á fundi nefndarinnar í liðinni viku auk þess sem nefndarmenn hafa verið að kynna sér forsendur áætlunarinnar og bakgrunn hjá fjármálaráðuneytinu. Á miðvikudag taka tvær nefndir þingsins á móti fjármálaráði. Þá reiknar Haraldur með að fá umsagnir fastanefnda þingsins undir lok vikunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert