Tveir ákærðir fyrir stórfellt smygl

Norræna á Seyðisfirði.
Norræna á Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir pólskir ríkisborgarar, sem handteknir voru á gistiheimili í Ölfusi í apríl með tæp þrjú kíló af MDMA í fórum sínum, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Annar maðurinn lagði á sig langa leið til að koma efnunum til landsins. 

Mennirnir tveir eru á fertugsaldri og hafa setið setið í gæsluvarðhaldi frá handtökunni. Fyrst var greint frá málinu á fréttavef Ríkisútvarpsins en segir þar að annar maðurinn hafi keyrt frá hollensku borginni Zoetermeer til dönsku hafnarborgarinnar Hirtshals með fíkniefnin í geymsluhólfi í innréttingu bifreiðar af tegundinni Opel Omega. Hann hafi síðan tekið Norrænu til Seyðisfjarðar og sótt hinn manninn sem var að koma með flugi frá Stokkhólmi. 

Bíllinn mun hafa vakið athygli lögreglu og tollvarða við komu til landsins og fékkst heimild hjá héraðsdómi til að koma fyrir eftirfararbúnaði og hljóðupptöku sem leiddu til handtöku á gistiheimili í Ölfusi þar sem lögreglan handtók þá 27. apríl.

Leiðin sem annar maðurinn lagði á sig.
Leiðin sem annar maðurinn lagði á sig. Skjáskot af Google-korti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert