Sigmundur og Sigurður tala ekki

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, munu flytja ræður fyrir hönd framsóknarmanna í eldhúsdagsumræðum á Alþingi sem fram fara í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá Framsóknarflokknum munu ræðumenn flokksins verða Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Karl Garðarsson alþingismaður.

Deilur hafa geisað innan Framsóknarflokksins um forystu flokksins og munu þeir Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi takast á um formennskuna innan hans á flokksþingi um næstu helgi.

Ræðumenn annarra stjórnmálaflokka verða eftirfarandi:

Sjálfstæðisflokkurinn: Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson.

Píratar: Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð: Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Samfylkingin: Oddný G. Harðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason.

Björt Framtíð: Óttarr Proppé, Björt Ólafsdóttir og Páll Valur Björnsson.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert