Sonic Youth til Íslands

Sonic Youth.
Sonic Youth.

Samkvæmt heimasíðu bandarísku tilraunarokksveitarinnar Sonic Youth þá er sveitin á leið til Íslands og mun halda tvenna tónleika á Nasa 16. og 17. ágúst nk.

Eflaust er hér um langþráð tíðindi að ræða í hugum margra tónlistaráhugamanna hér á landi. Allt frá því að hljómplatan Dirty kom út árið 1992 hefur hljómsveitin verið gríðarlega vinsæl og áhrifamikil á meðal þeirra sem fylgjast grannt með rokktónlist og er óhætt að segja að hljómsveitin skipi sérstakan sess í hjörtum flestra rokkhljómsveita nú til dags.

Sonic Youth var stofnuð árið 1981 í New York-borg af þríeykinu Thurston Moore, Lee Ronaldo og bassa-kynbombunni Kim Gordon. Sveitin varð fljótlega umtöluð á neðanjarðarrokksenu Norður-Ameríku með frumlegri gítartónlist sem líkja má við blöndu af spunakenndri óhljóðatónlist og framsækinni síð-pönkmúsík sem þá var fyrirferðarmikil í New York. Sveitin gaf út sex plötur hjá ýmsum minni háttar plötufyrirtækjum í Bandaríkjunum áður en hún landaði samningi við risahljómplötufyrirtækið Geffen árið 1990. Sama ár sendi hljómsveitin frá sér plötuna Goo, sem markar eins konar stefnubreytingu í tónlist sveitarinnar þó að gítarhávaðinn sem einkenndi sveitina væri enn þá til staðar.

Í kjölfar vinsælda grugg-senunnar náði hljómsveitin loks heimsfrægð árið 1992 með hljómplötunni Dirty þegar lög á borð við "Sugar Kane" og "Youth Against Fascism", ruku upp vinsældalista um allan heim og færðu sveitinni meðal annars gullplötu í Bandaríkjunum. Þess má geta að upptökustjóri þeirrar plötu var Butch Vig, sá hinn sami og stjórnaði upptökum á Nirvana-plötunni Nevermind.

Plötur Sonic Youth eru orðnar átján talsins en seinustu ár hefur hljómsveitin horfið aftur til þeirrar tilraunatónlistar sem einkenndi sveitina í upphafi ferilsins.

Síðasta platan, Sonic Nurse, kom út í fyrra og hlaut lof flestra gagnrýnenda.

Eins og áður sagði verður um tvenna tónleika að ræða í ágúst. Ef marka má stærð þeirra staða sem sveitin hefur hingað til kosið að spila á, má búast við því að fleiri komist að en vilja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson