Dönsku gullhornunum stolið

Gullhornin tvö.
Gullhornin tvö.

Sögufrægum gullhornum var stolið af sýningu í Jelling í Danmörku í morgun og segir lögregla í Vejle að svo virðist sem reyndir listaverkaþjófar hafi verið þar að verki. Hornin hafa verið í vörslu danska þjóminjasafnsins í Kaupmannahöfn en þau höfðu verið lánuð til Jelling vegna sýningar þar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lögregla leitar nú bifreiðar sem sást á staðnum um það leyti sem talið er að ránið hafi átt sér stað. Landamærum Danmerkur og Þýskalands hefur ekki verið lokað vegna málsins þar sem lögregla segir það ómögulegt.

Gullhornin eru eftirlíkingar horna sem stolið var árið 1802. Þau voru brædd og notuð í skartgripi og falska gullpeninga. Upprunalegu gullhornin voru talin vera frá því um 400 e. Kr en annað þeirra fannst árið 1639 og hitt árið 1734

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert