Ahmadinejad: Birting skjalanna áróður

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að bandarísku leyniskjölin sem Wikileaks birti á netinu í dag sé ekkert annað en áróður. Í þeim kemur m.a. fram að leiðtogar arabaríkja hafi hvatt bandarísk stjórnvöld til að leggja írönsk kjarnorkuver í rúst.

Ahmadinejad segir að þetta sé ekkert annað en sálfræðihernaður gegn Íran. Birting skjalanna muni ekki hafa nein áhrif á tengsl Írans við nágrannaríkin. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Bandaríkjastjórn hefur fordæmt birtinguna og segja að lífi fólks hafi verið stefnt í hættu. Þá hafa fjölmörg Evrópuríki einnig fordæmt birtingu skjalanna. Frakkar hafa m.a. sagt að þetta ógni lýðræðislega kjörnum yfirvöldum.

Einn þingmaður Repúblikanaflokksins hefur hvatt til þess að Wikileaks verði flokkað sem hryðjuverkasamtök. Þá hefur bandaríska utanríkisráðuneytið sagt að unnið sé að því að efla öryggi tölvukerfisins til að koma í veg fyrir frekari leka.

Juilan Assange, stofnandi Wikileaks, segir hins vegar að bandarísk stjórnvöld óttist að vera dregin til ábyrgðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert