Carter segir að úrslitin í Venesúela séu réttmæt

Hugo Chavez fagnar úrslitunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í morgun.
Hugo Chavez fagnar úrslitunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni í morgun. AP

Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði í dag að upplýsingar sem eftirlitsnefnd undir hans stjórn hefði aflað staðfesti opinberar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Venesúela í gær um að Hugo Chavez, forseti, haldi embætti sínu. Stjórnarandstaðan í landinu segir að brögð séu í tafli og hefur hvatt almenning til að fara út á götur höfuðborgarinnar Caracas og mótmæla úrslitunum.

Bandaríska utanríkisráðuneytið var nú síðdegis varkárt í yfirlýsingum um atkvæðagreiðsluna en Tom Casey, talsmaður ráðuneytisins hrósaði íbúum Venesúela fyrir mikla kjörsókn og fyrir að atkvæðagreiðslan hefði farið vel fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert