Indónesískar öryggissveitir í viðbragðsstöðu vegna stúlknamorða

Benedikt sextándi hefur beðið fyrir því að friður haldist í …
Benedikt sextándi hefur beðið fyrir því að friður haldist í Poso en skelfileg morð voru framin þar á táningsstúlkum. AP

Þrjár stúlkur á táningsaldri fundust hálshöggnar í bænum Poso í Indónesíu á laugardaginn og er kveikjan af morðunum talin af trúarlegum toga. Höfuð stúlknanna fundust mörgum kílómetrum frá líkum þeirra, tvö þeirra við lögreglustöð og það fjórða við kirkju. Öryggissveitir indónesísku lögreglunnar eru nú í viðbragðsstöðu í bænum, þar sem menn óttast að átök brjótist út milli múslima og kristinna þar.

Fjórða stúlkan slapp lifandi frá ódæðismönnunum og mun indónesíska lögreglan yfirheyra hana í von um að geta fundið morðingjana. Hefur stúlkan greint frá því að sex menn með svartar hulur fyrir andliti hafi ráðist á þær þar sem þær voru á leið í skóla. 700 lögreglumenn gæta nú bæjarins og er búist við hundruðum til viðbótar.

Vatíkanið gaf frá sér yfirlýsingu í gær vegna morðanna og sagði þau villimannsleg. Mun Benedikt XVI. páfi biðja fyrir því að friður komist á í héraðinu en átök milli múslima og kristinna hafa verið tíð þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert