Barnapían setti ungbarnið í þurrkarann

Fjórtán mánaða gömul stúlka fékk alvarleg brunasár eftir að maðurinn sem gætti hennar lét hana snúast nokkra hringi inni í fataþurrkara. Hann sagði dómara að hann hefði gert það til að skemmta barninu.

Samkvæmt Sydney Morning Herald setti kennaraneminn Samuel Siddall sem er 21 árs, litla dóttur kærustunnar sinnar í tvær mínútur í þurrkarann og viðurkenndi það fyrir dómi. Þegar móðir stúlkunnar kom heim var barnið með brunasár á höndum og fótum og baki og marið á andliti og baki. Hún sagði að barnið hefði nötrað af sársauka.

Siddall sagði sér til varnar að barnið hefði haft gaman að láta snúa sér í hringi og þegar sullaðist niður á hana datt honum í hug að bæði þurrka föt barnsins og skemmta því um leið.

Siddall hefur dregið sig frá mannlegum samskiptum, hætt náminu og sér eftir atvikinu. Dómur verður kveðinn upp í málinu þann 30. ágúst.

Sydney Morning Herald

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert