Gnægð gagna gegn Saddam að finna í Írak

Myndir af Saddam, sem teknar voru eftir að hann var …
Myndir af Saddam, sem teknar voru eftir að hann var handtekinn. AP

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að í landinu væri gnægð gagna sem sýndu fram á misgjörðir Saddams Hussein, Íraksleiðtoga. Ákæra verður lögð fram gegn Saddam á morgun. „Mörg tonn pappíra sýna aðgerðir Saddams,“ sagði Allawi í samtali við ríkissjónvarp í Írak, sem bandalagsherirnir í landinu komu á laggirnar.

Allawi hét því að Saddam fengi sanngjörn réttarhöld. Saddam mun sjást opinberlega á morgun, í fyrsta sinn frá því hann var handsamaður fyrir meira en hálfu ári síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert