Núna er komið að næsta skrefi

Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og félagar í Stjörnunni eiga …
Ólafur Karl Finsen, Pablo Punyed og félagar í Stjörnunni eiga erfitt verkefni fyrir höndum. mbl.is/Eggert

Það er mikið álag á Stjörnunni og FH þessa daga og vikur. Eftir að hafa komist áfram úr 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag spiluðu þau í deildinni hér á sunnudag og leika í þriðju umferð í kvöld.

FH-ingar fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir sigurinn á Fylki, en liðið fór í byrjun vikunnar til Svíþjóðar þar sem Elfsborg bíður í kvöld, en Stjarnan fær fyrri leik sinn gegn Lech Poznan á heimavelli sínum í Garðabæ. Síðari leikirnir fara svo fram eftir viku og liðið sem kemst áfram fer í 4. umferðina þar sem sjálf riðlakeppnin er í húfi.

Pólverjarnir lögðu Man City

Stjarnan er að taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn og hefur vægast sagt byrjað vel, er taplaust í fyrstu fjórum leikjum sínum og hefur þar af unnið þrjá þeirra. Það þarf vart að taka fram að þetta er langbesta frumraun íslensks liðs í Evrópukeppni, en nú bíður pólska liðið Lech Posnan sem sex sinnum hefur orðið pólskur meistari, síðast fyrir fjórum árum. Í kjölfarið jafnaði liðið sinn besta árangur á alþjóðlegum vettvangi veturinn 2010/2011 þegar liðið keppti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, vann meðal annars Manchester City 3:1 á heimavelli og komst í sextán liða úrslit. 

Sjá nánari umfjöllun um Evrópuleiki Stjörnunnar og FH í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert