Fyrsta þrenna tímabilsins

Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki, með boltann.
Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki, með boltann. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þrátt fyrir að haustvindar hafi gert mönnum erfitt fyrir í Pepsi-deildinni í gær tókst Árna Vilhjálmssyni að skora fyrstu þrennu tímabilsins í sigri Breiðabliks á Víkingum. Fótboltaáhugamenn hafa þurft að bíða ansi lengi eftir að einhver afrekaði þetta en í fyrra tókst fimm leikmönnum að skora þrennu; þeim Hólmberti Aroni Friðjónssyni, Gary Martin, Kristni Frey Sigurðssyni, Herði Sveinssyni og Birni Daníel Sverrissyni sem skoraði reyndar fernu.

Árni er þó ekki markahæstur í deildinni en hann er í baráttunni um gullskóinn. Jonathan Glenn skoraði tvö fyrir ÍBV í gær og er efstur með 12 mörk en Árni og Gary Martin hafa skorað 10. Fleiri eru í baráttunni og markakóngur síðasta árs, Atli Viðar Björnsson, hefur t.d. skorað 8 mörk þrátt fyrir að spila mun minna en keppinautarnir.

Nánar er fjallað um leiki 20. umferðar í Pepsi-deild karla í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert