Höfum snúið saman bökum þegar mestu hefur skipt

Afturelding vann Fylki í lokaumferðinni og hélt sæti sínu í …
Afturelding vann Fylki í lokaumferðinni og hélt sæti sínu í deildinni. mbl.is/Styrmir Kári

„Við erum orðnar svolítið vanar þessu að vera í spennu fram í síðasta leik og jafnvel fram á síðustu mínútu,“ segir Sigríður Þóra Birgisdóttir, knattspyrnukona hjá úrvalsdeildarliði Aftureldingar, spurð út í ótrúlegt gengi liðsins mörg síðustu ár.

Aftureldingarliðið hefur nokkrum sinnum verið komið með annan fótinn niður um deild þegar lokaumferð úrvalsdeildar hefur farið fram en ævinlega náð að bjarga sér. Stundum hreint á ævintýralegan hátt eins og sjá má í samantekt í Morgunblaðinu í dag.

Afturelding vann sér sæti í efstu deild haustið 2007 og hefur þar með frá sumrinu 2008 leikið í deild þeirra bestu í kvennafótboltanum. Óhætt er að segja að þrátt fyrir brösótt gengi vaki lukkudísir yfir liðinu.

„Í sumar lékum við oft betur en úrslitin gáfu til kynna því í nokkrum leikjum töpuðum við á síðustu mínútum í jöfnum viðureignum sem hafði nærri því komið okkur í koll þegar upp var staðið,“ sagði Sigríður Þóra í gær.

Sigríður Þóra var sú eina sem lék með Aftureldingarliðinu í sumar sem var einnig í lið Mosfellinga sumarið 2007 þegar tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni árið eftir. Hún og Kristrún Halla Gylfadóttir eru þær einu úr Aftureldingarliðinu sumarið 2008 þegar það var í fyrsta sinn í 12 ár í deild þeirra bestu. Sigríður segir að það hafi aldrei verið markmið Aftureldingar frá því að hún vann sér sæti í úrvalsdeildinni að vera í toppbaráttu. Hinsvegar hafi stefnan verið að forðast falldrauginn sem því miður hefur vakað yfir liðinu en þó orðið að gefa eftir fyrir heilladísunum þegar á hólminn hefur verið komið.

Sjá nánar umfjöllunina um liðið og viðtalið við Sigríði í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert