Ólafur Karl of dýr?

Ólafur Karl Finsen fagnar marki gegn FH.
Ólafur Karl Finsen fagnar marki gegn FH. mbl.is/Ómar

Ólafur Karl Finsen, knattspyrnumaður úr Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar, æfði í gær með norska úrvalsdeildarliðinu Haugesund en hann verður til reynslu hjá liðinu út vikuna eins og komið hefur fram.

Ólafur Karl segist í samtali við Haugesunds Avis kunna vel við sig hjá Stjörnunni og vera síður en svo örvæntingarfullur hvað það varði að komast aftur út í atvinnumennsku, en hann hafi þó vissulega áhuga á því. Samningur Ólafs við Stjörnuna er hins vegar til þriggja ára í viðbót og segir norska blaðið að hugsanlega sé hann því of dýr fyrir Haugesund, sem varð í 11. sæti í úrvalsdeildinni í fyrra.

„Hann lofar góðu. Hann er í góðu formi og sýndi góða tækni á æfingunni. Við sjáum til hvað verður,“ sagði Mark Dempsey, aðstoðarþjálfari Haugesund, í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert