Tvö glæsimörk Alberts á meðal þeirra bestu (myndskeið)

Albert Guðmundsson í þann mund að skora glæsimark sitt gegn …
Albert Guðmundsson í þann mund að skora glæsimark sitt gegn Úkraínu í gærkvöldi. Ljósmynd/Alex Nicodim

Tvö af fjórum mörkum Alberts Guðmundssonar fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu í leikjum gegn Ísrael og Úkraínu í umspili um laust sæti á EM 2024 undanfarna daga eru á meðal fallegustu marka umspilsins.

Alls koma fjögur mörk til greina sem fallegasta mark umspilsins og á Albert tvö þeirra.

Albert skoraði þrennu í 4:1-sigri á Ísrael þar sem fyrsta markið var sérlega glæsilegt: hnitmiðað skot beint úr aukaspyrnu.

Ekki síðra var ótrúlegt mark hans í 2:1-tapi fyrir Úkraínu í gærkvöldi.

Hin tvö mörkin sem koma til greina eru þrumufleygar hjá Neco Williams í liði Wales og Jakub Piotrowski hjá Póllandi.

Mörkin fjögur má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert