Saxar á forskot Rosberg

Lewis Hamilton fagnar sigri á verðlaunapallinum í Sjanghæ og fær …
Lewis Hamilton fagnar sigri á verðlaunapallinum í Sjanghæ og fær lof í lófa hjá Nico Rosberg (l.t.v.) og Fernando Alonso. mbl.is/afp

Lewis Hamilton saxar jafnt og þétt á forskot liðsfélaga síns Nico Rosberg í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.

Rosberg vann fyrsta kappaksturinn og náði þá 25 stiga forskoti á Hamilton sem féll úr leik. En í mótinum þremur frá Melbourne hefur Hamilton aftur á móti sigrað og aflað sér 75 stiga.

Rosberg varð í öðru sæti í þessum þremur mótum svo 7 stig hafa gufað upp af forskoti hans með móti hverju. Að loknum kappakstrinum í Sjanghæ í dag er staðan því 79:71 fyrir Rosberg, með öðrum orðum munar aðeins fjórum stigum í titilslagnum milli Mercedesfélaganna.

Munurinn er aftur á móti gríðarlegur í titilkeppni bílsmiða. Þar er forysta Mercedes 97 stig eftir aðeins fjögur mót. Með því að Red Bull átti fjórða og fimmta mann í dag komst liðið upp í annað sætið úr því fjórða.

Með stigaleysi sínu í dag datt McLaren úr þriðja sæti niður í það fimmta og Ferrari ógnar nú Force India sem er í þriðja sæti.

Hefur Red Bull 154 stig, Red bull 57, Force India 54, Ferrari 52 og McLaren 43. Einu önnur liðin með stig í ár eru Williams með 36 og Toro Rosso með átta.

Í upphafi annars hrings í Sjanghæ er Lewis Hamilton orðinn …
Í upphafi annars hrings í Sjanghæ er Lewis Hamilton orðinn langt á undan Vettel, Alonso, Ricciardo, Hülkenberg, Massa og Rosberg. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert